Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjöunda sinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 11 með mikilli gleðihátíð í Hörpu.
Viðburðir Barnamenningarhátíðar standa í sex daga og fara fram í öllum hverfum borgarinnar. Hátíðin er ein sú umfangsmesta á vegum borgarinnar og undirstrikar mikilvægi barna í mótun borgarmenningar.
Það eru yfir 150 Viðburðir á hátíðinni sem eru skipulagðir af listafólki, mennta-, frístunda og menningarstofnunum, ungmennum og öðrum sem starfa fyrir og með börnum.
Pabbi, mamma, afi og amma og allir hinir velkomin að deila með börnum þessari stærstu Barnamenningarhátíð til þessa. Í viðhengi má sjá dagskrá í heild sinni.
Góða skemmtun!