Reykjavíkurborg leigir út um átta hundruð matjurtagarða til íbúa. Þeir verða opnaðir í byrjun maí ef veður leyfir, en hægt er að sækja um þá núna.
Matjurtagarðar sem borgin útdeilir eru á sjö stöðum:
· Vesturbær við Þorragötu
· Fossvogur við enda Bjarmalands
· Laugardalur við enda Holtavegar
· Árbær við Rafstöðvarveg
· Breiðholt við Jaðarsel
· Grafarvogur við Logafold
· Skammidalur í Mosfellsbæ
Þá annast Garðyrkjufélag Íslands rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg.
Nánari upplýsingar um matjurtagarðana og þjónustu sem veitt er má finna á vefsíðunum:
· reykjavik.is/matjurtagarðar
· gardurinn.is undir grenndargarðar.
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar eru virkir tenglar á nánari upplýsingar > http://reykjavik.is/frettir/atta-hundud-matjurtagardar