Pepsídeildin í knattspyrnu karla hefst í dag og taka þá Fjölnismenn á móti Eyjamönnum á Fjölnisvelli klukkan 17. Mikil spenna ríkir ávallt við upphaf Íslandsmótsins enda langt undirbúningstímabil að baki og eftirvænting hjá leikmönnum mikil að hefja leik fyrir alvöru. Þó nokkur breyting hefur orðið á leikmannahópi Fjölnis fyrir tímabilið og skiptir miklu máli að byrja deildina vel.
Stefnt er að því að hafa umgjörðina sem besta í kringum leikina á Fjölnisvelli í sumar og er vonast eftir að stuðningsmenn og Grafarvogsbúar láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Við litum við á vallarsvæðið í Dalhúsum í morgun og stóð þá undirbúningur yfir á fullum krafti fyrir leikinn. Er ekki annað sjá en að völlurinn líti bara vel út miðað við árstíma.
Fólk er hvatt til að mæta tímanlega á leikinn, mynda góða stemningu og styðja vel við bakið á Fjölnismönnum.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/05/Leikskra_Fjolnir-IBV_1Umf1-_2015.pdf“]Leikskrá……[/su_button]