Ágætu íbúar í nálægum hverfum við Íslenska Gámafélagið í Gufunesi.
Nú er svo komið að lyktin frá moltugerð (matarúrgangsvinnslu) ÍG er orðin svo svæsin að ólíft er í hverfinu, Verið er að skoða að gefa út starfsleyfi sem heimilar þennan óskapnað við bæjardyrnar hjá okkur en heyri frá fáum hér á þessari síðu en þeir sem ég hitti á svæðinu er alveg nóg boðið. Hún Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu tók þetta mál í sínar hendur um tíma en var róuð með þeim orðum að það væri verið að laga þetta. Þetta hefur ekki verið lagað og verður ekki nema þessi framleiðsla verði stöðvuð.Nokkrir íbúar hafa verið í sambandi við Heilbriðgiseftirlit Reykjavíkurborgar en þar vinna menn á hraða snigilsins og svara emailum nokkrum vikum seinna og þá helst „við finnum enga lykt“ Er ekki málið að allir sem þessi óþægindi finna reyni að koma skilningi ráðamanna á annað stig. Í dag eru a.m.k. svörin frá þeim svona:
Tilvísun í mál: 2017070215
Komdu sæll Sigfús
Íslenska Gámafélagið (ÍGF) er með gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) til móttöku á úrgangi til endurvinnslu. Fram til þessa hefur jarðgerðin ekki verið tiltekin sérstaklega í starfsleyfinu enda var hún í frekar smáum stíl lengi vel. Í ljósi vaxandi umsvifa gerði HER ÍGF að sækja um sérstakt starfsleyfi fyrir jarðgerðina og er starfsleyfisumsókn til meðferðar hjá HER. Jarðgerðin hefur verið tekin út í reglubundu umhverfiseftirliti og gerðar ákveðnar kröfur varðandi hvernig staðið er að henni.
Þeim finnst sem sagt í lagi að kæfandi skítalykt liggi yfir hverfinu þegar vindátt er að vestan og norðvestan og öðrum hverfum þegar vindur blæs þangað. Reyndar er lyktin það mikil að í logni er hún stæk líka.
Algerlega óásættanlegt!!!!!!!!!!!! Eða hvað finnst íbúum Grafarvogs?????