Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu verður haldið laugardaginn 18. október 2025 við toppaðstæður inni í Egilshöll.

Yngsti árgangur í ár er 2005 og við bjóðum þann árgang hjartanlega velkominn til leiks. Leyfilegt er að sameina árganga ef að ekki næst að fullmanna árgang.

Fyrirkomulag móts er 5 útileikmenn + 1 markmaður (mælt er með góðum hópi varamanna).
Hver leikur er 1x 12 mín.

Bæði sjoppa og bar verður til staðar á Árgangamótinu. Eftir árgangamótið verður svo deginum fagnað með lokahófi í Dalhúsum.

Dagskrá:
09:00 – Egilshöll opnar
09:30 – Liðsmyndatökur
10:00 – Árgangamót hefst
14:00 – Árgangamóti lýkur
19:00 – Lokahóf í Dalhúsum
01:00 – Hús lokar og farið yfir á Ölhúsið

Miðasala fyrir bæði árgangamótið og lokahófið fer fram í gegnum Stubb hér – https://stubb.is/events/bPX3Nb

Skráningahlekkur í 112una – https://www.abler.io/shop/fjolnir?program=Q2x1YlNlcnZpY2U6NDc1OTI=

Dagskrá lokahófs:
• Verðlaun veitt til sigurliða.
• MVP bikar og treyja fyrir einn leikmanna í hverri deild, ungliða- og öldungadeild karla og kvennadeild.
• Verðlaun fyrir flestar skráningar í 112una.
• Kristmundur Axel stígur á svið.
• 2 fyrir 1 á barnum fyrir meðlimi í 112unni.

Það eru allir löglegir sem búa í Grafarvogi eða nágrenni og allir þeir sem hafa einhvern tímann spilað með einhverjum flokkum Fjölnis. Núverandi meistaraflokks leikmönnum Fjölnis og leikmönnum í tveimur efstu deildum á Íslandi karlamegin eru ekki með leikheimild.

Fyrirliðar hvers árgangs sjá um skráningu liðs eins og áður með því að senda á argangamot@fjolnir.is.

Sendu skilaboð

*