-Stórtónleikar í Grafarvogskirkju á fimmtudagskvöldið
Bergþór Pálsson óperusöngvari og Brynhildur Guðjónsdóttir söng- og leikkona munu flytja nokkrar af söngperlum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona á stórtónleikum með Karlakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju fimmtudagskvöldið 7. maí nk. k. 20:00.
Yfirskrift tónleikanna er Undir Stórasteini og dregur nafn sitt af samnefndu lagi úr hinum geysivinsæla söngleik Járnhausinn eftir þá bræður. Járnhausinn var frumfluttur í Þjóðleikhúsinu fyrir 50 árum, en í því verki er m.a. að finna lögin Án þín og Stúlkan mín, en þessi lög verða m.a. flutt á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Söngleikurinn Járnhausinn var sýndur alls 55 sinnum sem er til marks um vinsældir hans árið 1965.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/05/Fréttatilkynning-Karlakór-Grafarvogs-3-maí-2015_end.pdf“]Dagskráin….[/su_button]