• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

STOLT GRAFARVOGS

Samvinna

Hvert einasta hverfi borgarinnar allt frá Vesturbæ norður á Kjalarnes er ómissandi þáttur í heildarmynd Reykjavíkur. Öll búa hverfin yfir ákveðinni sérstöðu og státa af Stoltum í mannlífi, umhverfi  og aðstæðum, samanber listann að neðan yfir stolt Grafarvogs.

Samvinna

Samvinna stofnana í Grafarvogi hefur verið einkennandi síðustu árin.  Mörgum samvinnuverkefnum hefur verið hleypt af stokkunum og flest þeirra gengið mjög vel.  Til að gefa einhverjar hugmyndir verða hér nefnd nokkur.

• Vinahópur Borgarholtsskóla.  Samvinnuverkefni  Miðgarðs, Borgarholtsskóla, Grafarvogskirkju og Gufunesbæjar.  Markmiðið er að sporna við brottfalli úr Borgarholtsskóla.

• Betra líf.  Betra líf er samvinnuverkefni Miðgarðs og Heilsuakademíunnar.  Um er að ræða líkamsræktarnámskeið fyrir unglinga með sérþarfir.  Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur sjálfstæða innan veggja líkamsræktarinnar.  Á námskeiðinu er m.a. fjallað um umgengi um búningsklefa og tækjasal, almennar reglur í tækjasal og stillingar þrek- og æfingatækja.

• N-8. Samstarf grunnskólanna um leiðir til lausna á atferlisvanda nemenda.

• L-9.  Þróunarverkefni til að móta lestraráætlun í 3.-10. bekk fyrir grunnskóla í Grafarvogi

• Fjölbreyttara námsframboð.  Samvinna grunnskólanna í hverfinu í þeim tilgangi að bjóða upp á fjölbreyttara námsframboð fyrir unglinga í skólunum

• Barnaþing.  Samstarfsverkefni Miðgarðs og grunnskólanna.  Þingið er haldið með nemendum 6. bekkja ár hvert. Á barnaþinginu kynna börnin hugmyndir sínar um betra hverfi, betri borg, yfirleitt undir ákveðnu þema.

• Skákmót.  Samstarfsverkefni Miðgarðs og grunnskólanna í hverfinu.  Skólarnir senda lið til keppninnar sem hefur notið mikilla vinsælda.

• Grafarvogsdagurinn.  Ekki nýtt verkefni en er sívaxandi og frábær samstarfsvettvangur stofnana og félagasamtaka í hverfinu.

• Þrettándabrenna.  Ekki nýtt verkefni en er gífurlega vinsæl og gott dæmi um frábært samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka í hverfinu.

• Vinahópar.  Samvinnuverkefni Miðgarðs og Gufunesbæjar þar sem unnið er með börn og unglinga í hópum.  Hóparnir eru mismunandi og unnið með ólíkt efni.

Nýbreytni

• Frístundaklúbbur fyrir börn með fötlun.  Gufunesbær hefur undanfarin ár starfrækt frístundaklúbb fyrir börn með fötlun.  Klúbburinn heitir Höllin og er starfræktur í sérhannaðri aðstöðu í Egilshöll.  Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt.

• Sumarstarf fyrir 10-12 ára.  Gufunesbær bauð upp á frístundastarf fyrir 10-12 ára börn sumarið 2009.  Boðið var upp á smiðjur og margs konar viðburði og var hægt að skrá sig á hvern viðburð fyrir sig. Markmiðið var að auka fjölbreytta, skemmtilega og áhugaverða þjónustu fyrir þennan aldurshóp og ýta undir félagsþroska.

• Félagsmiðstöðvar.  Niðurstöður úr könnunum hafa sýnt óvenju mikla þátttöku unglinga í hverfinu í félagsstarfi í félagsmiðstöðvum samanborið við borgina í heild.  Félagsmiðstöðvarnar búa yfir öflugri liðsheild og eru skipulagðar þannig að þær séu miðsvæðis  í hverfishlutunum.  Markvisst er unnið með unglingalýðræði.

• Framtíðarskólinn.  Miðgarður hefur aukið mjög námskeiðaframboð fyrir foreldra og börn í hverfinu undanfarin ár.  Markmið námskeiðanna er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur.

• Hamraskóli hefur lagt sérstaka áherslu á nýja kennsluhætti í móðurmálskennslu.

• Foldaskóli hefur kennslu í ensku í 2. bekk.

Hvatningarverðlaun

• Margir skólar í hverfinu hafa hlotið hvatningarverðlaun menntaráðs, má þar nefna Víkurskóla, Rimaskóla, Foldaskóla, Húsaskóla og Borgaskóla.  Hvatningarverðlaunin hafa þeir hlotið fyrir ýmis þróunarverkefni.

• Leikskólinn Bakki hlaut hvatningarverðlaun leikskólaráðs fyrir umhverfisverkefni með börnum bæði  2008 og 2009.  Bakki fékk einnig Evrópugæðamerki fyrir þróunarverkefni leikskólans: Með augum barna, töfrar litanna, löndin okkar og frumefnin fjögur.

Grænfáni

• Vikurskóli, Borgaskóli, Foldaskóli og leikskólinn Bakki eru Grænfánaskólar
Sérkennsla

• Fardeild.  Samstarfsverkefni grunnskóla hverfisins með áherslu á sérdeildarþjónustu í heimaskólum barnanna.

• Foldakot hefur unnið að þróun sérkennslu.  Lögð er áhersla á að byggja upp færni á ýmsum sviðum en um leið að uppræta truflandi hegðun.

banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is