Skáksveit Rimaskóla endaði í 2. sæti á Norðrulandamóti grunnskóla sem haldið var í Stokkhólmi í . Svíþjóð helgina 5. – 7. september. Sveitin hlaut 14 vinninga af 20 mögulegum og háði harða baráttu við norsku og sænsku meistarana um Norðurlandameistaratitilinn. Skáksveitin var lengstum í 3. sæti á mótinu en með góðum endaspretti í tveimur síðustu umferðunum læddust Rimskælingar upp fyrir sænsku sveitina og aðeins sú norska varð hærri og vann mótið með 15,5 vinninga. Í skáksveit Rimaskóla eru þau Oliver Aron, Nansý 7-EH, Jóhann Arnar 9-BAS og Kristófer Jóel í 10-SG. Liðstjóri var Jón Trausti Harðarson fyrrv. nemandi í Rimaskóla og fararstjóri Helgi Árnason skólastjóri. Oliver Aron stóð sig best allra á mótinu því hann vann allar skákir á 1. borði sem er einstakur árangur gegn sterkum andstæðingum. Rimaskóli var að taka þátt í sínu 13. Norðurlandamóti og hefur unnið til verðlauna 11 sinnum og þar af orðið Norðurlandameistari 6 sinnum.
Helgi Árnason