Ópal Sjávarfang verður með á stórsýningunni Matur og drykkur 2014 verður í Laugardalshöll 8. og 9. nóvember næstkomandi. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 10 – 18. Á sýningunni verður sérstakt sýningarsvæði fyrir mat og verður það mjög fjölbreytt með fjölda sýnenda. Bæði stór og gróin fyrirtæki og sprotafyrirtæki með íslenskar afurðir.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/opal-sjavarfang“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Ópal Sjávarfang[/su_button]
Sérstakt sýningarsvæði verður síðan með allskyns kynningum á áfengum og óáfengum drykkjum. Jafnt frönskum eðalvínum og íslenskum heilsudrykkjum. Sýningin verður í alla staði mjög áhugaverð og fjölbreytt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðgangseyrir aðeins kr. 1000 og gildir miði báða dagana og frítt fyrir yngri en 12 ára. Sýningarstjóri er Ólafur M. Jóhannesson, sem hefur líka stýrt Stóreldhúsafagsýningunum fyrir veitingageirann síðan 2005.