Teqball borð í hjarta Grafarvogs.
Komið hefur verið fyrir tveimur Teqball borðum á einum af battvöllunum fyrir utan Egilshöll.

Hvað er Teqball?
Teqball er ný íþrótt sem spiluð er á kúptu borði sem svipar til borðtennisborðs. Teqball sameinar fótbolta og borðtennis en í gegnum tíðina hefur „íþróttin“ verið kölluð skallatennis hér á landi. Hægt er að spila bæði einliða- eða tvíliðaleik. Íþróttin nýtist vel samhliða knattspyrnuiðkun þar sem Teqball krefst áherslu á tækni, samhæfingu og góða fyrstu snertingu á boltann.
Teqball borðin eru 3 metrar á lengd og 1,7 metrar á breidd, með hæsta punkt 0,76 metra.
Borðin eru sett upp af knattspyrnudeild Fjölnis og eru allir Grafarvogsbúar hvattir til að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt.
#FélagiðOkkar

