Hin árlega þrettándagleði Grafarvogsbúa verður haldin þriðjudaginn 6.janúar 2015
Dagskrá
17.15 Kakó – og kyndlasala í Hlöðunni. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög.
17:50 Blysför frá Hlöðunni.
18:00 Kveikt í brennu, skemmtun á sviði.
18:30 Þrettándagleði lýkur með skotköku sýningu
Álfar og aðrar furðuverur mæta á svæðið
Skotköku sýning í boði Íslenska Gámafélagsins og Frístundamiðstöðvarinna Gufunesbær.
Skemmtum okkur saman ungir sem aldnir og brennum út jólin eins og Grafarvogsbúum einum er lagið
Fyrir hönd íbuanna í hverfinu hafa eftirtalin félög og stofnanir undirbúið þrettándagleðina:
Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, frístundamiðstöðin Gufunesbær, Ungmennafélagið Fjölnir, Skólahljómsveit Grafarvogs, Skátafélagið Hamar og Íslenska Gámafélagið.