Flugmessa haldin í annað sinn á Íslandi

Þyrlufólk

Sr.Vigfús ásamt flugfólki

Fyrir tíu árum var fyrsta Flugmessan haldin í Grafarvogskirkju. Nú hefur flugfólk á Íslandi ákveðið að halda aðra flugmessu kl. 11.00 sunnudaginn 26. apríl. Hátíðarhöldin hefjast með því að þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við Grafarvogskirkju kl. 10:30 með presta og fleiri sem taka þátt í messunni.

Flugkappinn, flugstjórinn Arngrímur Jóhannsson flytur hugvekju.
Flugfreyjukórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns.
Organisti er Ólafur W. Finnsson flugstjóri.
Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur mun þjóna fyrir altari.
Einsöngur og tónlistaratriði verða flutt af „flugfólki“.
Eftir messu er  boðið upp á kaffi og meðlæti.

Allir eru boðnir velkomnir, „flugfólk“ er beðið um að mæta í einkennisklæðnaði sínum, sem er notaður í dag eða var það á sínum tíma.

Með „flugkveðjum“
undirbúningsnefnd Flugmessu.

[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/04/Flugmessa.pdf“]Lesa nánar…[/su_button]

 

Kórinn

Flugfreyjukórinn syngur og flugfólk spilar á hljóðfæri

Þyrlan

Þyrlan við Grafarvogskirkju

Vigfús í þyrlu

Sr.Vigfús ásamt flugáhöfn