Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum
Korpúlfsstaðir voru byggðir á árunum 1925-30 og var áður eitt stærsta mjólkurbú á Íslandi. Í dag hýsir byggingin um 40 vinnustofur fyrir félagsmenn SÍM, auk textílverkstæðis, keramikverkstæðis, fundaraðstöðu og sýningarrými. Á Hlöðuloftinu, sýningarrými SÍM, eru mánaðarlegar sýningar og viðburðir listamanna sem ýmist eru félagsmenn í SÍM eða erlendir listamenn sem dvelja í gestavinnustofu SÍM Residency á Korpúlfsstöðum.
Sjá nánari upplýsingar um sýningar og opnunartíma á www.sim.is