Næst seinasti leikur Fjölnis í Pepsideildinni í ár er gegn Fylki og fer fram á sunnudaginn kl. 14.00 á Fylkisvelli í Árbænum.
Þó svo við séum í 9. sæti deildarinnar þá erum við einungis tveimur stigum frá fallsæti svo það er alveg lífsnauðsynlegt að ná í fleiri stig.
Fylkismenn sitja í 6. sæti deildarinnar og eru alveg lausir við falldrauginn og ef allt gengur eftir hjá þeim þá eiga þeir möguleika á 4. sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppi að ári. Svo þeir munu mæta með þaninn brjóstkassann í þennan leik, það er á hreinu.
Stuð í Dalhúsum
Það verður upphitun í hátíðarsalnum í Dalhúsum fyrir leikinn frá kl. 12:00 en þar verður boðið upp á kaffi, djús og bakkelsi. Krakkar fá ókeypis tattoo. Allir velkomir á svæðið og viljum við hvetja alla Fjölnismenn til að taka alla fjölskylduna með á völlinn á sunnudaginn og helst að mæta í Fjölnistreyjum eða einhverju gulu. Síðan höldum við í Lautina í Árbænum og hvetjum strákana til dáða og hjálpum þeim að tryggja sætið í Pepsideildinni.
ÁFRAM FJÖLNIR
Hér má sjá stöðuna í deildinni