
Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.
Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.
Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendu sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.
