Aðventufundur Korpúlfa var í dag miðvikudaginn 11. des. í Hlöðunni við Gufunesbæ og þótti takast mjög vel og hátíðlega.. sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur í Grafarvogskirkju flutti hugvekju, leikskólabörn frá Fífuborg sýndu jólahelgileik og sungu börnin síðan með kór Kórpúlfa Korpusystkin ásamt einsöngvara. Leynigestur dagsins var Guðni Ágústsson sem sýndi á sér sínar bestu hliðar og það var mikið hlegið að sögum og vísum Guðna. Boðið var uppá heitt súkkulaði,smákökur og konfekt.
Aðventufundurinn endaði í fjöldasöng þar sem jólalögin voru sungin og endað á Heims um ból.
Myndir