Skákdeild Fjölnis mætti með sitt sterkasta skáklið í 1. umferð í Hraðskákmóti taflfélaga 2014 og sigraði með yfirburðum sveit Taflfélags Garðabæjar 56 – 16. Hraðskákmótið er með úrslitafyrirkomulagi og eru Grafarvogsbúar með sigrinum komnir í 8 liða úrslit. Héðinn Steingrímsson stórmeistari og Tómas Björnsson sem gekk til liðs við Fjölnismenn í sumar voru ósigrandi í viðureigninni við Garðbæinga og hlutu 10,5 vinninga af 11 mögulegum. Næstir komu strákarnir efnilegu Jón Trausti og Oliver Aron með 10 vinninga. Í hverri viðureign eru tefldar 12 umferðir á sex borðum og 72 vinningar í pottinum.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR