Nýtt flokkunarkerfi og söfnun á matarleifum

Árið 2023 verður innleitt nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta verður stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum en meðal annars munu öll heimili fá tunnu fyrir matarleifar.

Þrátt fyrir að lög um hringrásarhagkerfi taki gildi 1. janúar 2023 hefjast tunnuskiptin ekki fyrr en í vor 2023.

Fjórir flokkar á hverju heimili

Á hverju heimili verður fjórum úrgangsflokkum safnað:Fjorir_flokkar_fenur_i_linu_texti

  • Matarleifar
  • Pappír og pappi
  • Plastumbúðir
  • Blandaður úrgangur

Íbúar finna lítið fyrir breytingunum

Tunnum verður skipt út þegar innleiðing hefst og íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað það varðar. Fyrir flest heimili mun lítið breytast varðandi fjölda tunna þar sem mörg heimili flokka nú þegar plast og pappír.
Stærsta breytingin er að öll heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar en framkvæmd þess verður kynnt betur síðar.

Tvær til þrjár tunnur við sérbýli

tunnur_serbyli

Íbúar munu ekki þurfa að aðhafast neitt í tengslum við þessa breytingu annað en að tileinka sér nýja flokkunarsiði. Tunnum fyrir þessa fjóra flokka verður komið fyrir við íbúðarhús eftir þörfum en í einhverjum tilvikum verður tunnum skipt út fyrir tvær tvískiptar tunnur. Mismunandi útfærslur verða á fjölda tunna en hægt er að sjá mögulegar útfærslur á meðfylgjandi mynd.

Mismunandi fyrirkomulag við fjölbýli

tunnu_fjolbyli_stor

Mismunandi fyrirkomulag verður við fjölbýli og fer útfærsla eftir aðstæðum hverju sinni.

Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og í flestum tilfellum verður leitast við að halda rúmmáli tunna óbreyttu, þ.e að koma þeim fyrir í rýmum sem eru til staðar. Dæmi um fyrirkomulag í fjölbýlishúsi:

  • Fyrir breytingu: þrjú 660 lítra kör eða samtals 1.980 lítrar.
  • Eftir breytingu: tvö 660 lítra kör (annað fyrir pappír/pappa og hitt fyrir plastumbúðir), ein 360 lítra tunna fyrir blandaðan úrgang og ein 240 lítra tunna fyrir matarleifar, samtals 1.920 lítrar.

Samanlögð breidd á 360 lítra tunnu og 240 lítra tunnu er ekki meiri en breiddin á einu 660 lítra kari.

Á mynd hér að ofan má sjá dæmi um fyrirkomulag í fjölbýli.

Hvað þarf ég að flokka?

Í tunnu fyrir matarleifar fer meðal annars:

  • eggjaskurn
  • matarleifar með beini
  • kaffikorgur
  • fiskiúrgangur

Í tunnu fyrir plastumbúðir fer meðal annars:

  • snakkpokar
  • plastfilma
  • plastpokar
  • sjampóbrúsar

Í tunnu fyrir pappír og pappa fer meðal annars:

  • dagblöð
  • pappírsumbúðir
  • bréfpokar
  • pítsakassar

Í tunnu fyrir blandaðan úrgang fer meðal annars:

  • dömubindi
  • blautklútar
  • bleyjur
  • ryksugupokar

Þá verður málmumbúðum (niðursuðudósir o.fl.) og glerumbúðum (glerkrukkur o.fl.) safnað á grenndarstöðvum.

Öll heimili fá ílát og bréfpoka undir matarleifar

matarleifar_karfa

Matarleifum verður safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvega íbúum. Pokarnir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr matarleifunum. Þá munu sveitarfélögin útvega íbúum ílát til að safna matarleifum inn á heimilum.

Tvískiptar tunnur ef pláss er lítið

tunnur_minnkuð

Tvískiptar tunnur verða í boði við sérbýli þar sem pláss er af skornum skammti. Þegar um tvískiptar tunnur er að ræða verður matarleifum og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar verður safnað í aðra tvískipta tunnu.

Gler- og málmumbúðum safnað í grenndargámum

Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili verður grenndargámum fjölgað.

  • Gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verður safnað á grenndarstöðvum sem verða staðsettar um 500 metra frá hverju heimili.
  • Stærri grenndarstöðvar verða í um kílómetra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast.

Spurt og svarað um nýtt flokkunarkerfi

  • Af hverju er verið að fara í þessar breytingar?
  • Hvað þýða þessar breytingar fyrir umhverfið?
  • Hvað á ég að gera við málma og gler?
  • Verður breyting á grenndargámum?

Spurt og svarað um nýjar tunnur

  • Hvernig tunnur verða hjá mér?
  • Hvenær koma tunnur til mín?
  • Hversu mikið pláss taka tvískiptu tunnurnar?
  • Verða tvískiptar tunnur líka í sorpgeymslum fjölbýlishúsa?
  • Hvað geri ég ef pappa- eða plast hólfið í tvískiptri tunnu fyllist?
  • Ég þarf að búa til nýtt tunnuskýli heima hjá mér. Hvað þarf ég að hafa í huga?
  • Hvernig bílar eru notaðir til að tæma tvískiptar tunnur?
  • Hversu oft verða tunnurnar tæmdar?
  • Get ég breytt fyrirkomulagi á tunnum hjá mér?
  • Hvernig verða tunnurnar merktar?
  • Hvað verður gert þar sem eru djúpgámar?

Spurt og svarað um söfnun matarleifa

  • Hvernig safna ég matarleifum og hvernig poka á ég að nota?
  • Munu bréfpokar ekki leka?
  • Af hverju þarf að flokka matarleifar?
  • Munu matarleifar ekki lykta illa í tunnunni?
  • Þarf ég að fá tunnu fyrir matarleifar ef ég er með heimamoltugerð?
  • Hversu stórar eru körfurnar fyrir matarleifar?

Viltu vita meira?

Til að fá meiri upplýsingar um nýtt flokkunarkerfi er meðal annars hægt að hafa samband við sitt sveitarfélag:

Hér má sjá skýrslu um nýtt flokkunarkerfi.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.