Nýr “smassborgara” staður sem nefnist Plan B Burger opnar á Suðurlandsbraut 4.

Næstkomandi fimmtudag opnar nýr “smassborgara” staður sem nefnist Plan B Burger á Suðurlandsbraut 4.

Staðurinn er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni. Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.

Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.

Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum. 

Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.

Blásið verður til opnunargleði frá næstkomandi fimmtudegi fram yfir helgi, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.