Nýr göngustígur í Grafarvogi

Búið er að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Egilshöll yfir að Korputorgi. Þá hefur ný brú verið smíðuð yfir Korpu. Þetta auðveldar íbúum Staðahverfis í Grafarvogi að komast gangandi og hjólandi að verslunarmiðstöðinni auk þess sem stígurinn opnar mikla möguleika til útivistar á svæðinu. Stígurinn er upplýstur.

Verkefnið var kosið af íbúum í Grafarvogi í hverfiskosningum árið 2012 og kostaði 12 milljónir.

Í nóvember verður opnað fyrir innsetningu á hugmyndum frá íbúum inn á vefinn Betri hverfi 2014 en til stendur að halda rafrænar hverfiskosningar í mars 2014. Fylgist með og sendið endilega sem flestar hugmyndir fyrir hverfin ykkar. Með því verður borgin blómlegri.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.