Íþróttamaður og Fjölnismaður ársins 2013

IMG_9135Íþróttamaður Fjölnis 2013

Oliver Aron Jóhannesson

Oliver Aron sem er 15 ára er óumdeilanlega besti skákmaður landsins undir 20 ára aldri á Íslandi. Það sýnir og sanna helstu afrek hans á sviði skáklistarinnar í ár.

Þessi 15 ára drengur (þá 14ára) hóf árið með því að verða Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2013.

Hann vann Íslandsmótið í skólaskák mjög örugglega í maí sl.   bestur á grunnskólaaldri.

Hann varð unglingameistari Íslands 20 ára og yngri í nóv. sl.

bestur á aldrinum 19 ára og yngri.

Sigraði á meistaramóti taflfélagsins Hellis í sept sl.

Yngstur skákmanna til að ná þeim titli.

Norðurlandameistari, Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari með skáksveit Rimaskóla 2013.

Vann öll fjölmenn skákmót á vegum Skákdeildar Fjölnis, s.s. Skákmót Árnamessu, Torgmót Fjölnis og Skákmót Rimaskóla

Á fast sæti í skáksveit Fjölnis sem teflir í 1. deild 2013 – 2014, yngstur allra þátttakenda í deildinni.

Teflir á London Classic í desember sem er eitt virtasta og vinsælasta skákmót ársins á vegum Alþjóðlega Skáksambandsins FIDE.

Er í stífri þjálfun hjá Helga Ólafssyni stórmeistara og skólastjóra Skáksambands íslands, Hjörvari Steini Grétarssyni stórmeistara og liðsstjóra Rimaskóla og Guðmundi Kjartanssyni alþjóðlegum meistara.

Fjölnismaður ársins 2013

Ásta Björk Matthíasdóttir og Kristján Einarsson

Allir sem hafa eitthvað komið nálægt starfi félagsins hafa örugglega heyrt um dugnaðarhjónin sem Ástu Björk og Kristján, en þau hafa stýrt knattspyrnudeild félagsins til nokkra ára með mikilli prýði og eru þau að öðrum ólöstuðum lykillinn af fjárhagsstöðu deildarinnar ásamt þeim metnaði sem þar ríkir.  Það er sama hvort ber að vinnu við leiki, fjáröflun, meistaraflokks- eða yngriflokkastarf, starfsemi á vegum aðalstjórnar þau eru alltaf mætt og tilbúin að leggja sitt af mörkum.

Afreksmenn deilda Ungmennafélagsins Fjölnis

Fimleikadeild – Aníta Lív þórisdóttir

Frjálsíþróttadeild – Óskar Hlynsson

Handknattleiksdeild – Arnar Sveinbjörnsson

Karatedeild – Viktor Steinn Sighvatsson

Knattspyrnudeild – Aron Sigurðsson

Körfuknattleiksdeild – Arnþór Freyr Guðmundsson

Skákdeild – Oliver Aron Jóhannesson

Sunddeild – Jón Margeir Sverrisson

Tennisdeild – Hera Björk Brynjarsdóttir

Við óskum þeim öllum til hamingju og gleðilegt nýtt ár.

IMG_9143 IMG_9141 IMG_9139 IMG_9130 IMG_9108 IMG_9109 IMG_9110 IMG_9111 IMG_9125 IMG_9127 IMG_9106 IMG_9105 IMG_9104 IMG_9098

 

 

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.