Helgihald sunnudaginn 12. maí

Hjúkrunarmessa 12. maí kl. 11:00

Félag hjúkrunarfræðinga býður til guðsþjónustu í Grafarvogskirkju klukkan 11:00 á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga. Séra Grétar Halldór Gunnarsson flytur ávarp, sr. Svanhildur Blöndal prestur og hjúkrunarfræðingur þjónar fyrir altari og Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur prédikar.

Hátíðarkór hjúkrunarfræðinga syngur undir stjórn Bjargar Þórhallsdóttur, hjúkrunarfræðings og söngkonu sem einnig syngur einsöng. Kristín Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur leikur á fiðlu og Hilmar Örn Agnarsson er organisti.

Kaffi eftir messu í boði Félags hjúkrunarfræðinga.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón ásamt sr. Sigurði Grétari Helgasyni og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Kaffi og djús á eftir!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.