Grafarvogskirkja fær nýtt orgel, söfnun í gangi.

Grafarvogskirkja er ein stærsta og myndarlegasta kirkjubygging landsins. Kirkjan hýsir stærsta söfnuð landsins. Eitt af mikilvægari verkefnum safnaðar, sem á aðsetur sitt í svo myndarlegri kirkju, er að eignast orgel. Að því hefur nú verið unnið jafnt og þétt í á þriðja áratug.

Safnast hafa yfir 70 milljónir króna í orgelið. Fyrirhugað orgel mun með öllu kosta 110 milljónir, þannig að okkur vantar nú um 40 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Þess vegna langar okkur nú að leita til ykkar, safnaðarfólk, um að taka þátt í þessu verðuga verkefni með okkur. Gerður hefur verið samningur við Aeris Organa, (Budapest) um smíði orgels. Stefnt er að því að það verði vígt í semptember 2021. Orgel kirkjunnar mun auka til muna fjölbreytni í öllu helgihaldi í Grafarvogskirkju og þátttöku kirkjunnar í menningarlífi borgarinnar. Orgelið mun þá einnig styrkja menningarlega ásýnd og stöðu Grafarvogs. Tónleikalíf hverfisins mun styrkjast til mikilla muna og athafnir allar fá dýpra inntak.

Ljóst má vera Grafarvogssöfnuður hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að kosta þetta verkefni einn og sér. Örlátir einstaklingar og velunnarar kirkjunnar hafa fært okkur, söfnuðinum, allt það fé sem nú myndar höfuðstól orgelsjóðs. Fyrir þær gjafir erum við afar þakklát. En betur má ef duga skal.

Möguleikar til söfnunar eru miklir í Grafarvogi, þar sem í Grafarvogssókn telur nú um sjö þúsund heimili. Hver hjálparhönd og hver gjöf, lítil eða stór, skiptir miklu máli til þess að klára smíði þessa undursamlega hljóðfæris. Gaman er geta þess, að orgelið er í sögulegu samengi, oft kallað „Drottning allra hjóðfæra“ !!!

Hægt er lesa meira um þetta glæsilega orgel og söfnunina hérna á vef Grafarvogskirkju…

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.