Fjölmenningarverkefni Lyngheima

Fjölmenningarverkefni Lyngheima

„Halló“

Í tilefni af degi móðumálsins, sem var þann 22. febrúar síðastliðinn, fannst okkur tilvalið að gera samvinnuverkefni sem allar deildar leikskólans tóku þátt í.

Vikurnar 7.-25. mars voru tileinkaðar fjölmenningu leikskólans og unnið var með hin ýmsu þjóðerni, lönd og tungumál. Unnið var með jörðina og að jörðin væri okkar allra, sama hvaðan við komum þá eigum við jörðina saman og það er verkefni okkar allra að hugsa vel um hana. Stóra verkefnið okkar í ár er því að skoða jörðina og fræðast um það hvaðan við erum, bæði börn og starfsfólk i leikskólanum Lyngheimum. Við fögnum fjölbreytileikanum og tökum á móti honum með opnum örmum, fræðum, lærum og dreifum kærleikanum.

Við höfum dregið ýmsan lærdóm af ferlinu t.d eins og við eigum ekki öll sama uppruna, við tölum ekki öll eins, menning okkar er ólík, en samt getum við öll verið hér á Lyngheimum í sátt og samlyndi og borið virðing fyrir hvort öðru.

Hér að neðan eru myndir frá verkefninu

Með bestu kveðjum starfsfólk Lyngheima

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.