Engin ákvörðun tekin um opnun áfengisverslunar í Grafarvogi

Á íbúafundi um hverfaskipulag Grafarvogs sem haldinn var í síðasta mánuði kom fram megn óánægja hve mikið af þjónustu hefur horfið úr hverfinu á síðustu árum og er í því sambandi hægt að nefna ýmsar verslanir, pósthús, banka og verslun ÁTVR. Íbúum hverfisins finnst þetta slæm þróun en í Grafarvogi búa um 18 þúsund manns.

Áfengisverslun var í nokkur ár í Spönginni en hátt í fimm ár eru síðan henni var lokað. Íbúar þurfa því að leita út fyrir hverfið til að sækja þjónustu ÁTVR.

,,Það hefur engin ákvörðun verið tekin um opnum áfengisverslunar á ný í Grafarvogi. Við vorum ekki ánægð með húsnæði búðarinnar sem var í Spönginni á sínum tíma og því var búðinni lokað. Sala á áfengi hefur líka dregist saman eftir hrun og eins og ég sagði áður hefur ákvörðun um opnum á nýjan leik ekki verið tekin eins og málum háttar,“ sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Grafarvogsbúa.is.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.