Brosbær

Brosbær - Vættaskóli

Brosbær – Vættaskóli

Frístundaheimilið Brosbær er staðsett við Vættaskóla, Engi í Grafarvogi. Brosbær er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ.

Frístundaheimilið er staðsett í anddyri Vættaskóla, Engi. Eldri börnin nýta aðstöðu með félagsmiðstöðinni Dregyn. Einnig höfum við aðgang að bókasafni, tölvustofu, heimilisfræðistofu og íþróttahúsi. Síðdegishressinguna snæða börnin í matsal skólans.
Við leggjum áherslu á barnalýðræði í starfsemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa. Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri. Hópa og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra.
Hálfsmánaðarlega erum við með barnaráð sem fær að ráða einum degi í komandi viku. Þá er dregið í ráðið í byrjun vikunnar, þau funda undir lok vikunnar og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað eigi að borða og hvaða þema verður í gangi daginn sem þau velja. Öll börn í Brosbæ fá að sitja einu sinni hvern vetur í barnaráði og 1. bekkur verða fulltrúar eftir áramót.
Uppsögn og breytingar á vistun í frístundaheimilinu þarf að berast fyrir 14. hvers mánaðar og taka gildi 1. næsta mánaðar. Ef breytingar eiga að taka gildi strax verður að senda tölvupóst á verkefnisstjóra en greiðslulega séð taka breytingar gildi 1. hvers mánaðar.
Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi. Í Brosbæ læra börnin að vera vinir, góð hvert við annað og hvernig á að leika sér fallega.
Símar 411-7770 & 695-5191

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.