Vík

Vík - Kelduskóli

Vík – Kelduskóli

Frístundaheimilið Vík er með aðsetur fyrir miðju Víkur í Kelduskóla, stofu 13 og stofu 2 – 3.

1. bekkur er allajafna í hjartarýminu svokallaða, 2. bekkur í stofu 2-3 og börn í 3 og 4 bekk eiga heimastofu í stofu 13. 

Unnið er eftir myndrænu vali þar sem börnin eiga sitt nafnspjald og með því velja þau sér við hvað þau vilja leika sér hverju sinni. Svokallaðar smiðjur eru settar upp einu sinni í viku fyrir börn í 2 – 4 bekk og felst í þeim alls kyns verkefni svo sem föndur, danstímar, myndlist, leiklist, íþróttir, fréttablaðamennska og svo margt fleira sem börn og starfsfólk finnur hugmyndir að í sameiningu.

3. og 4 bekkur sitja saman í skiptum hópum í svokölluðum leyniráðum þar sem þau skipuleggja ferðir, þemu og annað sem þeim þykir áhugavert. Haldnir eru fundir á föstudögum og einu sinni í mánuði er svo dagurinn mikli sem þau hafa sjálf skipulagt.

Reglulega fara svo börnin í íþróttasal í eitthvert sprell, á bókasafnið til að eiga rólega stund auk þess sem tölvustofa er í boði einu sinni í viku fyrir börn í 2 – 4 bekk.

Verkefnisstjóri Víkur er Elva Hrund Þórisdóttir. Síminn í Vík er 411-7808 og 695-5197 og email: vik@reykjavík.is    http://www.gufunes.is/vik

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.