Skipulag fyrir skapandi samfélag í Gufunesi

Borgarráð hefur samþykkt fyrsta áfanga að deiliskipulagi í Gufunesi. Markmiðið er að til verði hugavert og spennandi svæði fyrir kvikmyndaþorp í sambland við íbúðabyggð.

Meginmarkmið deiliskipulagsins í fyrsta áfanga er að mynda sterkan ramma almenningssvæðis utan um sveigjanlega og sjálfbæra byggðarþróun með það að leiðarljósi að skapa forsendur fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem gott er að búa, starfa og njóta lífsins.

Nánast allar byggingar sem þegar eru á svæðinu verða endurnýttar, sem er jákvætt fyrir umhverfið því það lágmarkar allt rask á svæðinu og framlengir líftíma húsanna, jafnframt því sem saga svæðisins tengist nýju hlutverki þess.

Deiliskipulagstillagan styrkir svæðið með fjölgun íbúða til samræmis við stefnu um þéttingu byggðar í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með tillögunni fjölgar íbúum á svæðinu sem stuðlar að betri nýtingu á núverandi innviðum borgarinnar og styrkir verslun og þjónustu í nálægðum hverfum.

 

 

 

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.