Klaki brotinn upp á völlum Fjölnis í Dalhúsum

Vinnuvélar brjóta upp klaka á völlum Fjölnis í Dalhúsum í dag. Við látum nokkrar myndir fylgja með sem tala sínu máli.

Vinnuvélar brjóta upp klaka á völlum Fjölnis í Dalhúsum í dag. Við látum nokkrar myndir fylgja með sem tala sínu máli.

Eins og eflaust margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið eftir hefur klakabrynja legið yfir knattspyrnuvöllum um tveggja mánaða skeið. Forsvarsmönnum knattspyrnuvalla er það ljóst að ef ekki verði ráðist í viðeigandi aðgerðir geta vellirnir legið undir skemmdum og fyrir vikið verður ekki hægt að æfa og leika á þeim fyrr en kemur fram á sumar. Knattspyrnumenn á norðurlandi þekkja vel þessar aðstæður en mörgum völlum þar um slóðir var ekki hægt að leika á þeim fyrr enn langt var liðið á júnímánuð.

Nú hafa mörg verktakafyrirtæki haft nóg fyrir stafni síðustu daga að brjóta upp klaka á völlum í Reykjavík. Í dag voru nokkur öflug vinnutæki að brjóta upp klaka á æfingasvæði Fjölnis í Dalhúsum. Að sögn Davíðs Guðmundssonar hjá verktækjafyrirtækinu Mokaranum miðar verkinu vel áfram vel og bjóst hann hann að því yrði lokið á morgun. Davíð hannaði sérstak tæki til verksins sem skilar svo sannarlega árangri. Klakinn er brotinn upp með þar til gerðu tæki og svo sópað af vellinum.

Davíð sagði í stuttu spjalli verkefnastöðuna góða á næstu dögum við það eingöngu að brjóta upp klaka á knattspyrnuvöllum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Þess má geta að víða var fólk farið að finna ýldulykt en hún gýs upp þegar drep er komið í grassvörðinn. Finna mátti hana við Fjölnisvöllinn í dag en vonir standa til að þessar aðgerðir sem ráðist hefur verið í komi í veg fyrir frekari skemmdir og vellirnir  verði tilbúnir til afnota þegar keppnistímabil knattspyrnumanna hefst fyrir alvöru í maí.                                                                                          Klaki 3


Klaki 2Klaki 4

Klaki 7 Klaki 6Klaki 5

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.