Keldna landið

Óvissa um framtíð Keldna

Í Morgunblaðinu í dag 8.júlí er fjallað um óvissuna varðandi þetta land.

sjá hérna mbl.is……….


Um Keldur

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild Háskóla Íslands en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag.

Starfsemin er mjög fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í grunn- og þjónusturannsóknum, þ.e. líffærameinafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði.

  • Tilraunastöðin að Keldum tók til starfa haustið 1948
  • Hlutverk hennar er tilgreint með lögum nr. 67 frá 1990, og lögum nr. 50 frá 1986 um rannsóknir á fisksjúkdómum
  • Tilraunastöðin að Keldum er háskólastofnun, tengd læknadeild Háskóla Íslands
  • Tilraunastöðin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Keldur hafa sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag
  • Í stjórn Keldna sitja fulltrúar læknadeildar Háskóla Íslands, raunvísindadeildar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og starfsmanna
  • Keldur eiga í miklu rannsóknasamstarfi við innlenda og erlenda aðila
  • Rannsóknaverkefni eru fjármögnuð með innlendum og erlendum styrkjum

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.