Innsetningarmessa og helgistund við Naustið á sjómannadaginn 5. júní

Guðrún Karls myndÁ sjómannadaginn verður mikil hátíð í Grafarvogskirkju þegar nýr sóknarprestur verður settur inn í embætti.

Dagskráin hefst með helgistund við Naustið, gamalt bátalægi fyrir neðan kirkjuna kl. 10:30. Félagar úr björgunarsveitinni Ársæli munu koma siglandi inn voginn og standa heiðursvörð á meðan helgistundin stendur yfir. Séra Guðrún Karls Helgudóttir leiðir stundina ásamt Kirkjukórnum, Vox populi, Hákoni Leifssyni, organista og Brassbandi Reykjavíkur.

Innsetningarmessan hefst kl. 11:00 og þá mun sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra setja prestinn Guðrúnu Karls Helgudóttur inn í embætti sóknarprests Grafarvogsprestakalls. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, Stefanía Steinsdóttir, guðfræðinemi og messuþjónar munu einnig þjóna. Jarþrúður Karlsdóttir mun frumflytja eigin sálm. Kirkjukórinn syngur ásamt Vox populi undir stjórn Hákonar Leifssonar organista og Brassband Reykjavíkur spilar.

Að messu lokinni verður hátíðarkafi í boði sóknarnefndar og safnaðarfélags Grafarvogsprestakalls.

Vekomin!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.