Hrósdagur í Rimaskóla

Föstudaginn 13. desember gerðum við okkur í Rimaskóla glaðan dag og hittumst allir nemendur og kennarar á sal. Í nemendahópi okkar eru margir nemendur sem leggja mikið á sig í sinni íþrótt, tómstundum, tónlist og í skóla. Við ákváðum að hrósa þessum nemendum sem hafa náð góðum árangri á þessari haustönn. Við bhttpyrjuðum á að fá vinaliða í 5.-7.bekk sem hafa stýrt leikjum á skólalóð í vetur. Þessir nemendur eru flottar fyrirmyndir og eru hluti af því að skapa góðan skólabrag. Síðan kölluðum við upp 47 nemendur sem við heiðruðum með viðurkenningarskjali. Jafnframt studdi Egilshöll okkur veglega en við fengum gjafakort frá Sambíóum, Skautasvellinu og Keiluhöllinni. Þetta voru höfðinglegar gjafir og svo bætti skólinn við því sem á vantaði. Nemendur drógu svo happdrættisvinning og fengu glaðning.

Hérna eru myndir frá þessum skemmtilega viðburði…..



Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.