Göngum í skólann

Börn á leið í skóla

Það er farið að hausta og nú streyma skólabörn í grunnskólana sem flestir hófu nýtt skólaár í síðustu viku.

Heimili og skóli hefur verið aðili að verkefninu Göngum í skólann mörg undanfarin ár en markmiðið með því er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Verkefninu verður hleypt af stað í tólfta sinn miðvikudaginn 5. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október.

Allir skólar landsins fá sent veggspjald verkefnisins Göngum í skólann og geta verið með. Þeir skólar sem vilja taka þátt í verkefninu þurfa að skrá sig á www.gongumiskolann.is

Skólar eru hvattir til að vera með í þessu skemmtilega verkefni og það geta allir verið með hvort sem þeir eru staðsettir í þéttbýli eða dreifbýli. Oftar en ekki þarf bara svolítið ímyndunarafl þar sem skipulag sumra skólahverfa getur gert gönguferðir erfiðar og sumir nemendur þurfa að fara langa leið til að komast í skólann. Ef nemendur eiga erfitt með að komast gangandi til skóla geta þeir samt tekið þátt í verkefninu á einn eða annan hátt t. d. með því að fara í gönguferð saman áður en kennsla hefst að morgni eða með því að nota hádegi eða löngu frímínútur til þess.

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.