Fjörgyn

Fjörgyn

Fjörgyn

Félagsmiðstöðin Fjörgyn – Foldaskóla
Sími: 695-5182 og 567-5566

fjorgyn@reykjavik.is    www.gufunes.is/fjorgyn

Símanúmer í Gufunesbæ er svo 411-5600 en þangað má leita ef ekki næst í hin númerin.

Félagsmiðstöðin Fjörgyn tók til starfa 1.mars 1989 við hátíðlega athöfn. Soffía Pálsdóttir þáverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar tók við lyklunum af þáverandi skólastjóra Arnfinni Jónssyni og borgarstjóra Reykjavíkur, Davíði Oddssyni. Nafnið Fjörgyn varð fyrir valinu en var það sótt í heima norrænnar goðafræði. Fjörgyn var móðir þrumaguðsins Þórs sem var sonur Óðins. Hún var því kraftakona og reynum við að vera jafn kröftug í því starfi sem við bjóðum upp á.

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa samkvæmt Starfsskrá skrifstofu tómstundamála (ÍTR)sem kom út vorið 2007 og er megináherslan lögð á starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára hefur þó verið að aukast í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi undanfarin ár. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið. Kosningar í miðstigs- og unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.