Fjölnismessa, sunnudagaskóli og Selmessa 7.október

Grafarvogskirkja og íþróttafélagið Fjölnir bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu næstkomandi sunnudag kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins. Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, flytur ávarp. Ungið iðkendur í starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista. Jón Karl Ólafsson spilar á hljómborð og Pétur Veigar Pétursson spilar á gítar. Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum. Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, sögur og nú hvetjum við ykkur öll að koma með derhúfur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar, Vox Populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.