Dagur Orðsins – Messað með Bubba

Sunnudaginn 17. nóvember verður Dagur Orðsins haldinn í Grafarvogskirkju eins og undanfarin ár. Fjallað verður um verk Bubba Morthens og er yfirskriftin Trú og tilvist.

Messan hefst kl. 11:00. Bubbi flytur tónlist í messunni ásamt Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Þórdís Sævarsdóttir syngur. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar fyrir altari.
Klukkan 12 munu Guðmundur Andri Thorsson og Silja Aðalsteinsdóttir flytja erindi þar sem trú og tilvist verður skoðuð í verkum Bubba. Bubbi tekur valin lög og bregst við erindum.
Að lokinni messu verður boðið upp á léttar veitingar.

Sunnudagaskólinn verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Söngur, saga, fjör og límmiðar.

Selmessa kl. 13 í Kirkjuselinu. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Söngfjelagið leiðir söng.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.