Baráttan um bættar samgöngur í Grafarvogi

Grafarvogsbúar hafa alla tíð þurft að berjast fyrir bættum samgöngum inn og út úr hverfinu. Í mörg ár var barist fyrir breikkun Gullinbrúar úr einni akrein í hvora átt í tvær í hvora átt. Það hafðist í gegn eftir mikla baráttu íbúa.

1. apríl árið 2014 voru birtar hugmyndir meirihlutans um nýtt deiliskipulag fyrir öll hverfi borgarinnar,  þar sem farið var yfir samgöngur til framtíðar í Grafarvoginum. Framtíðarsýn var þar skýr, þar var Gullinbrú með eina akrein í hvora átt fyrir bílaumferð og hjólastígur, bekkir og skreytingar í miðjunni. Gangbraut liggur yfir ytri akreinar báðu megin.   

Hver lega svokallaðrar „Borgarlínu“ Dags B. Eggertssonar á að vera er algjörlega hulið, en ljóst að sumar glærur hans sýna leguna yfir núverandi Gullinbrú.  Hvernig þetta á allt að koma heim og saman veit enginn.  Á að byggja þriðju brúna yfir Grafarvog, taka hjólastígana og skreytingarnar, eða þrengja allt niður í eina akrein í hvora átt fyrir þá íbúa sem kjósa fjölskyldubílinn sem samgöngumáta.

Til þess að geta nýta almenningssamgöngur sem eru á innri akreinum þurfa farþegar að fara yfir akrein sem nýtt er fyrir bílaumferð,leggja sig í hættu ásamt því að stoppa alla umferð um Gullinbrú á meðan, með tilheyrandi mengun, töfum og slysahættu.

Það er dapurt að horfa á stjórnmálamenn í dag, þegar þeir virðast vera orðnir hluti af eigin kreddum og misst tengsl við borgarbúa, þeirra þarfir og óskir. Þeir sem velja sér þennan starfsvettvang verða að muna, að þeir eru að vinna fyrir fólkið í borginni en ekki eigin draumsýnir.  Í því felst mikil ábyrgð, auðmýkt og stefnufesta. Greinarhöfundar eru bæði íbúar í Grafarvogi

 

 

 

 

Valgerður Sigurðardóttir, frambjóðandi í 3 sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Ólafur Kr. Guðmundsson, frambjóðandi í 12 sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.