Afmælisgjöf Fjölnis – Ódýrara inn fyrir 30 ára og yngri

Image may contain: 2 people, people smilingFjölnir fagnar 30 ára afmæli sínu í ár en félagið var stofnað í Grafarvogi árið 1988.

Í tilefni af afmælinu hefur Fjölnir ákveðið að hafa lægra miðaverð á leiki í Pepsi-deildinni í sumar fyrir 30 ára og yngri.

Miðaverð á leiki Fjölnis í sumar verður 1000 krónur fyrir stuðningsmenn sem eru 30 ára og yngri.

Fyrsti heimaleikur Fjölnis fer fram í Egilshöll á laugardag klukkan 16:00 þegar KA kemur í heimsókn.

Fjölnir ákvað að byrja í Egilshöll þar sem Extra-völlurinn er ekki klár eftir veturinn.

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.