Ævintýraland

Ævintýraland - Korpuskóli

Ævintýraland – Korpuskóli

Einkenni okkar eru m.a. föndur/ íþróttir og hreyfing/ tölvur og ipad/ leikræn tjáning og listasmiðjur og svo alls konar klúbbar sem verða í boði í samstarfi við börnin sem fá að velja sér efni á lýðræðisfundum þeirra. Svo ætlum við að vera dugleg að fara í svona styttri ferðir það er svo gaman að fara út úr húsinu. Svo eru krakkarnir líka bara voða duglega að leika sér með dótið á svæðinu og að lokum þá reynum við að vera dugleg að spila.

Frístundaheimilin í Grafarvogi  styðja lýðræði krakkanna þannig að efnistök þróast í samvinnu við þau. Aðra hverja viku er dregið á fimmtudögum í barnaráð og skipuleggja þau einn dag fram í tímann og fá börnin að ráða eins miklu og þau ráða við að skipuleggja t.d. eitthvað þema. Stefnt er að því að allir komist einu sinni að á önn. 1 bekkur kemur inn í þetta eftir áramót.

Síminn í Ævintýralandi er 411-7888 (borðsíminn) og 695-5195 (GSM). Netfang frístundaheimilisins er aevintyraland@reykjavik.is    http://www.gufunes.is/aevintyraland
Tölvupóstur er yfirleitt skoðaður daglega til 12:00, GSM síminn er opinn ca frá 8:30 til 17:15. Þá er borðsíminn opinn á meðan Ævintýraland er opið. frá 13:00 – 17:15.

Um að gera að hafa samband ef þið viljið forvitnast um eitthvað eða að koma með góðar hugmyndir:)

Kveðja, Verkefnastjóri Ævintýralands, Hjörtur Harðarson.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.