Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Þá mun Erla Karlsdóttir, doktorsnemi, fjalla um Evu, miðaldakonur, trú og kirkju. Erla er ein höfunda bókarinnar Dagbók 2016; Árið með heimspekingum sem kom út fyrir jólin.

Safnaðarfélag Grafarvogskirkju fagnaði 25 ára afmæli í október sl. . Framundan eru kynslóðaskipti í stjórn félagsins og er það trú okkar að nýir og ferskir vindar muni færa starfsemi félagsins inn í framtíðina. Félagið stendur því að vissu leyti á tímamótum. Slík tímamót bjóða upp á spennandi tækifæri fyrir nýtt fólk til að móta starfið og aðlaga það að samfélaginu í dag.

Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á aðalfundinn, nýta möguleikann á að hafa áhrif á starfsemi félagsins og eiga í leiðinni ánægjulega stund í góðum hópi.

Kaffi og úrvals meðlæti að hætti Safnaðarfélagsins J

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórnin