Íslandsmót skákfélaga 2017-18 Rimaskóli 1.-3. mars 2018

Fyrsta deild Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla. Hinar deildirnar (2.-4.) hefjast hins vegar á morgun. Taflmennskan í kvöld hefst kl. 19:30 en hefst kl. 20:00 á morgun

1. deild

Víkingaklúbburinn hefur mikla yfirburði og hefur 6 vinninga forskot á Hugin. Fjölnir er í þriðja sæti. Fallbaráttan er einnig hörð.

2. deild

B-sveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbæjar eru langefst í 2. deild. Haukar eru í þriðja sæti. Fallbaráttan þar er einnig afar hörð.

3. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins er langefst í 3. deild. B-sveit Skákdeild Fjölnis er í 2. sæti. Skákgengið, Skákfélag Sauðárkróks og Skákfélag Siglufjarðar eru í 3.-5. sæti.

4. deild

Taflfélag Akraness er efst í 4. deild. B-sveit Taflfélags Garðabæjar er í 2. sæti og b-sveit Hróka alls fagnaðar í 3. sæti.

Heimasíða mótsins

 

 

   

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.